Flugmálaáætlun 1996--1999

Þriðjudaginn 05. mars 1996, kl. 14:54:16 (3522)

1996-03-05 14:54:16# 120. lþ. 100.4 fundur 365. mál: #A flugmálaáætlun 1996--1999# þál. 13/1996, samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 100. fundur

[14:54]

Samgönguráðherra (Halldór Blöndal) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil ítreka það sem ég sagði áður að ef fast hefði verið tekið strax í öndverðu á fjármálum Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, væri ekki til staðar þessi fjárhagslegi hnútur þar sem nú er og þarf að höggva á þannig að það er allt rétt sem ég sagði um þau efni. Ég hef raunar talið að það eigi sér pólitískar rætur hvernig á þeim málum hefur verið haldið.

Ég vil í annan stað segja að það kom fram í minni frumræðu að ég tel að nauðsynlegt nú að huga að því að hluti af flugvallargjaldinu gæti runnið til Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Ég talaði um 60 millj. kr. í því sambandi. Það er sú fjárhæð sem hefur verið nefnd og ég beindi því til samgn. að hafa það í huga.