Flugmálaáætlun 1996--1999

Þriðjudaginn 05. mars 1996, kl. 15:52:37 (3540)

1996-03-05 15:52:37# 120. lþ. 100.4 fundur 365. mál: #A flugmálaáætlun 1996--1999# þál. 13/1996, GHall (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 100. fundur

[15:52]

Guðmundur Hallvarðsson (andsvar):

Herra forseti. Ég tek undir það sem síðasti ræðumaður sagði áðan. Ég hef litið svo á að það sé alveg heiðskýrt að borgarstjórinn í Reykjavík er ekki á þeim nótunum að leggja af Reykjavíkurflugvöll. Ef það er einhver misskilningur okkar í milli þá leiðréttist þetta hér með. Auðvitað er mjög nauðsynlegt að þegar verði hægt að vinna þannig gagnvart þeim framkvæmdum sem fram undan eru. Bæði vegna staðsetningar flugstöðvarinnar og vegna flughlaða, sem kallað er, er nauðsynlegt að hraða þessum málum til þess að framkvæmd flugmálaáætlunar geti hafist á næsta ári.