Póstlög

Þriðjudaginn 05. mars 1996, kl. 17:25:57 (3570)

1996-03-05 17:25:57# 120. lþ. 100.5 fundur 364. mál: #A póstlög# (Póstur og sími hf.) frv. 107/1996, samgrh. (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 100. fundur

[17:25]

Samgönguráðherra (Halldór Blöndal):

Herra forseti. Þetta frv. er einfalt í sniðum og lýtur eingöngu að nauðsynlegum breytingum á póstlögum með hliðsjón af því að Póst- og símamálastofnun verði breytt í Póst og síma hf. Það mál var ítarlega rætt á Alþingi á dögunum. Frv. snýr að því hvernig haldið skuli á einkaréttinum. Gert er ráð fyrir því að Pósti og síma hf. verði falið að annast um þá þjónustu sem gert er ráð fyrir að ríkið hafi einkarétt á eftir lögunum. Ég sé ekki ástæðu að fjölyrða um það frekar. Ég legg til að málinu verði vísar til samgn. og 2. umr.