Staðfest samvist

Þriðjudaginn 05. mars 1996, kl. 19:28:19 (3593)

1996-03-05 19:28:19# 120. lþ. 100.8 fundur 320. mál: #A staðfest samvist# frv. 87/1996, ÁJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 100. fundur

[19:28]

Árni Johnsen (andsvar):

Virðulegi forseti. Það kemur ekkert á óvart þó hv. þm. eigi erfitt með að veita andsvar við svo almennum atriðum sem komu fram í minni ræðu. Það er erfitt að veita andsvar gegn þessum almennu leikreglum sem við búum við frá degi til dags. Það er fyrst og fremst höggvið að þeim með breytingum í þessum efnum. Breytingar eru alltaf af hinu góða, en það er ekki ástæða til að gera bara breytingar breytinganna vegna ef þær skila ekki árangri eða styrkja stöðu þjóðfélagsins í heild.

Það að ég hafi efast um fordæmingu á samkynhneigðum er ekki rétt að öðru leyti en því að ég spurði: Hafa þeir orðið fyrir einhverjum öðrum og meiri aðdróttunum en ýmsir aðrir á öðrum vettvangi sem ganga ekki hinn hvunndagslega veg?