Tilkynning um utandagskrárumræðu o.fl.

Miðvikudaginn 06. mars 1996, kl. 13:37:56 (3602)

1996-03-06 13:37:56# 120. lþ. 101.98 fundur 213#B tilkynning um utandagskrárumræðu o.fl.#, Forseti StB
[prenta uppsett í dálka] 101. fundur

[13:37]

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Forseti vill tilkynna tvær utandagskrárumræður sem fara fram á síðari fundi þessa dags. Það er fyrst tilkynning um utandagskrárumræðu þar sem málshefjandi er Kristín Ástgeirsdóttir. Heilbr.- og trmrh. verður til andsvara. Umræðan fer fram skv. 50. gr. þingskapa 1. mgr. og er hálftímaumræða. Efni umræðunnar er læknavaktin á höfuðborgarsvæðinu.

Í síðari utandagskrárumræðunni er málshefjandi Rannveig Guðmundsdóttir. Heilbr.- og trmrh. verður til andsvara. Umræðan fer fram skv. 50. gr. þingskapa 1. mgr. og er hálftímaumræða. Umræðuefnið er rekstur og framtíð meðferðarheimilis við Kleifarveg.

Um fundahaldið í dag er það að segja að reiknað er með því að fyrirspurnafundi ljúki um kl. tvö og þá verði settur nýr fundur og byrjað á 10. dagskrármáli. Utandagskrárumræður sem áður getur hefjast kl. þrjú. Þá er gert ráð fyrir atkvæðagreiðslu að lokinni síðari utandagskrárumræðunni rétt fyrir klukkan fjögur, þ.e. rétt áður en þingflokksfundir hefjast. Ef þörf er á verður haldið áfram milli kl. sex og sjö samkvæmt dagskrá og þá aðallega til að ljúka annarrar umræðu málum frá nefndum þar sem fyrir liggur sameiginlegt nefndarálit. Þetta er gert þar sem ekki var unnt að hafa kvöldfund í gærkvöldi svo sem boðað hafði verið.