Fasteigna-, fyrirtækja- og skipasala

Miðvikudaginn 06. mars 1996, kl. 14:54:54 (3626)

1996-03-06 14:54:54# 120. lþ. 102.11 fundur 355. mál: #A fasteigna-, fyrirtækja- og skipasala# (heildarlög) frv., dómsmrh.
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur

[14:54]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Vegna endurtekinna spurninga hv. þm. get ég auðvitað endurtekið svar mitt. Það er ekki stefnt að því að draga úr því að einstaklingar geti átt bein viðskipti sín á milli. Það er fyrst og fremst verið að tryggja að t.d. í þeim tilvikum þegar byggingaraðilar selja margar íbúðir þá séu skjölin yfirfarin af þar til bærum aðilum. Viðskiptin þurfa ekki að fara fram á vegum eða fyrir milligöngu fasteignasala, þau geta aðilar átt sín á milli. Þetta þykir horfa til aukinnar verndar fyrir neytendur í þeim tilvikum.