Réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla

Fimmtudaginn 07. mars 1996, kl. 11:23:38 (3685)

1996-03-07 11:23:38# 120. lþ. 103.6 fundur 323. mál: #A réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla# frv. 72/1996, menntmrh. (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 103. fundur

[11:23]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason) (um fundarstjórn):

Ég ætla að fá að gera grein fyrir því, herra forseti, að ég tel að það sé rétt sem hv. þm. Ögmundur Jónasson fór fram á hér að þessar umræður yrðu málefnalegar og um efni málsins. Mér finnst að sú athugasemd sem var gerð undir liðnum um fundarstjórn forseta sé liður í því að reyna að gera þessa umræðu ómálefnalega. Það hefur ekkert komið fram, herra forseti, (Gripið fram í.) sem veldur því að það sé þörf á að draga í efa að ríkisstjórnin standi heils hugar á bak við það frv. sem hér er til umræðu. Þingflokkar ríkisstjórnarinnar gera það einnig. Það eru engin áform uppi um annað en að þetta frv. nái fram að ganga óbreytt.