Réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla

Fimmtudaginn 07. mars 1996, kl. 12:43:34 (3701)

1996-03-07 12:43:34# 120. lþ. 103.6 fundur 323. mál: #A réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla# frv. 72/1996, RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 103. fundur

[12:43]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Það má skilja orð menntmrh. þannig að orðalagið ,,ef ósk kemur fram um það frá sveitarfélögunum eða félögum kennara eða hvorn tveggja``, sé bara tilviljun. Ég vek athygli á orðalaginu. Ég hef mjög mikinn skilning á því að menntmrh. víki sér undan að svara þessari spurningu minni afdráttarlaust. Ég geri mér líka grein fyrir því að þetta frv. er af allra hálfu sáttafrv. og ég hrósa menntmrh. fyrir þau vinnubrögð sem hann hefur viðhaft í málefnum grunnskólans alveg fram að þessu. Ég minni hann samt á að gerðir annarra ráðherra í ríkisstjórn hafa sett þá sátt í uppnám.