Erfðabreyttar lífverur

Fimmtudaginn 07. mars 1996, kl. 15:37:42 (3713)

1996-03-07 15:37:42# 120. lþ. 103.7 fundur 117. mál: #A erfðabreyttar lífverur# frv. 18/1996, HG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 103. fundur

[15:37]

Hjörleifur Guttormsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vil undirstrika það að innan nefndarinnar var mjög gott andrúmsloft við vinnu að þessu máli. Þar átti hlut að máli með öðrum varaformaður umhvn., hv. 5. þm. Vesturl., Gísli S. Einarsson, sem að mínu mati setti sig vel inn í málið. Ég gerði ráð fyrir því að hann leitaði eftir viðhorfum ekki síst frá þeim sem um höfðu vélað áður þannig að þau kæmu þá inn í starf nefndarinnar frekar en að það kæmu alvarlegar athugasemdir þegar 2. umr. færi fram og nefndin hefði afgreitt málið frá sér. Að því leyti komu mér dálítið á óvart sumar af þeim athugasemdum sem fram komu hjá hv. þm.