Kirkjugarðurinn á Bessastöðum

Mánudaginn 11. mars 1996, kl. 15:26:13 (3747)

1996-03-11 15:26:13# 120. lþ. 104.1 fundur 219#B kirkjugarðurinn á Bessastöðum# (óundirbúin fsp.), GÁS
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur

[15:26]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Virðulegi forseti. Í grein í Morgunblaðinu, fimmtudaginn 7. mars, ritar þar varahreppsnefndarmaður í Bessastaðahreppi um þetta mál og vísar til fundar í safnaðarnefnd sem halda átti í gær og hef ég raunar ekki fengið fregnir af þeim fundi. Mér er hins vegar ekki fullkomlega ljóst, og það kom ekki fram í svari hæstv. ráðherra, hverjar heimildir Bessastaðanefndar eru í þessum efnum og hvort þær eru þá einhverjar eins og má ráða af þessari tilgreindu grein hreppsnefndarmannsins. Því vænti ég þess að frekari upplýsingar um þetta mál fáist þá jafnskjótt og hæstv. kirkjumrh. og væntanlega forsrh. geti borið saman bækur sínar um það hvar vald liggur í þessum efnum, hvers vegna þessi ákvörðun hefur verið tekin og ef hún hafi verið tekin hvernig megi snúa henni við þannig að þessi garður verði opinn þeim sem þangað vilja fara þegar að þeim tíma kemur.