Veiting ríkisborgararéttar

Mánudaginn 11. mars 1996, kl. 15:42:16 (3750)

1996-03-11 15:42:16# 120. lþ. 104.9 fundur 334. mál: #A veiting ríkisborgararéttar# (síðara stjfrv.) frv. 51/1996, dómsmrh. (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur

[15:42]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Á þskj. 587 er flutt frv. til laga um veitingu ríkisborgararéttar. Þar er lagt til að 11 nafngreindum einstaklingum verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Umsóknir allra þessara aðila hafa verið kannaðar í dómsmrn. og fullnægja þær þeim skilyrðum sem allshn. hefur sett fyrir veitingu ríkisborgararéttar með lögum. Jafnframt er ráð fyrir því gert svo sem venja er og lögum samkvæmt að nýir ríkisborgarar fullnægi skilyrðum laga um mannanöfn.

Þetta er annað frv. sem flutt er á þessu þingi venju samkvæmt. Það hefur tíðkast að flytja tvö frv. um veitingu ríkisborgararéttar á hverju þingi mörg undangengin ár, hið síðara þegar dregur að vori og liggur það nú hér fyrir.

Ég legg til, herra forseti, að frv. verði að lokinni þessari umræðu vísað til 2. umr. og hv. allshn.