Réttaraðstoð við einstaklinga sem leita nauðasamninga

Mánudaginn 11. mars 1996, kl. 18:02:08 (3781)

1996-03-11 18:02:08# 120. lþ. 104.10 fundur 376. mál: #A réttaraðstoð við einstaklinga sem leita nauðasamninga# frv. 65/1996, ÍGP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur

[18:02]

Ísólfur Gylfi Pálmason (andsvar):

Herra forseti. Það er alveg ljóst miðað við þau gögn sem við höfum fengið og séð að greiðsluaðlögunin á Norðurlöndum eins og ég sagði áðan hefur gagnast of fáum. Það kerfi er of hægvirkt og við teljum það of kostnaðarsamt miðað við það hve fáum það gagnast. Ég hef því miður ekki nákvæmar tölur en ég get fundið þær úti á skrifstofu minni. Fulltrúi félmrn. og fulltrúi dómsmrn. fóru til Noregs í vetur til að kynna sér þessi mál og fengu upplýsingar um það hvernig þetta ferli hafði gagnast á Norðurlöndunum. Þá komu þessar upplýsingar m.a. í ljós.

Eins og hæstv. félmrh. hefur bent á er það líka alveg ljóst að í þeirri nefnd sem ég starfaði í litum við þannig á að þau frumvörp sem við erum að leggja hér fram kæmu til með að verða fljótvirkari og gagnast fleirum m.a. með tilliti til þess hvernig skuldasamsetningin er hjá einstaklingum. Og það er þess vegna sem við lögðum áherslu á það að þessi frumvörp yrðu tekin áður en til greiðsluaðlögunar kæmi.