Réttaraðstoð við einstaklinga sem leita nauðasamninga

Mánudaginn 11. mars 1996, kl. 18:30:08 (3786)

1996-03-11 18:30:08# 120. lþ. 104.10 fundur 376. mál: #A réttaraðstoð við einstaklinga sem leita nauðasamninga# frv. 65/1996, SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur

[18:30]

Svavar Gestsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. dómsmrh. fyrir þessar ábendingar. Ég held að það sé álitamál hvort það stenst að svona nefnd hafi ákvörðunarvald um upphæðir úr ríkissjóði með þeim hætti sem menn tala um. Ég útiloka það ekki en það virkar þannig á mig að það sé dálítið vafasöm aðferð. Mér finnst aðalatriðið það að við erum að einhverju leyti að tala okkur niður á það að þetta þurfi að tryggja ákveðið óhæfi á milli þeirra aðila sem um véla annars vegar og taka ákvörðun um peningana hins vegar. Það mikilvæga pólitíska í þessu máli er þó kannski að það kom fram í máli hæstv. dómsmrh. og í andsvari hans áðan að það er greinilega ætlunin að nota þetta frv., ef að lögum verður, sem rök fyrir því að greiðsluaðlögunarhugmyndin fari út af borðinu og þannig takist Sjálfstfl. annað kjörtímabilið í röð að sópa greiðsluaðlögunarhugmyndinni út af borðinu. Fyrst tókst það með Alþfl. og nú á að leika Framsfl. eins. Það finnst mér vera sú hótun sem mátti lesa eða heyra á milli línanna í þeim orðum sem hæstv. ráðherra lét hér falla.