Innheimtustofnun sveitarfélaga

Mánudaginn 11. mars 1996, kl. 19:12:00 (3803)

1996-03-11 19:12:00# 120. lþ. 104.11 fundur 356. mál: #A Innheimtustofnun sveitarfélaga# (samningar við skuldara) frv. 71/1996, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur

[19:12]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ekki held ég að það sé gott ráð að fara að tugthúsa meðlagsgreiðendur. Ég mæli ekki með því. Við eigum ekki tugthús yfir nærri alla sem þyrftu að afplána og ég held að það séu margir glæpir verri sem framdir eru í landinu en að standa ekki skil á meðlagi þó að ég sé alls ekki að mæla því bót.

Að feður hafi sloppið. Það vill svo til að það hefur verið gerð á þessu nokkuð ítarleg félagsfræðileg könnun, um hamingju fólks, lífskjör og allt þetta. Út úr því kemur að einstæðar mæður eða fráskildar konur eru yfirleitt miklu sælli samkvæmt þessari félagsfræðilegu úttekt en fráskildir karlar. Þetta kom mér á óvart því að ég hafði ekki hugleitt þetta. Kannski eru konurnar svona ánægðar að losna við ómögulega karla. Það getur vel verið og karlarnir séu að einhverju leyti verr gerðir til þess að bjarga sér einir. En á því er marktækur tölfræðilegur munur hvað fráskildir karlar eru miklu vansælli en fráskildar konur.