Mannanöfn

Þriðjudaginn 12. mars 1996, kl. 16:03:03 (3828)

1996-03-12 16:03:03# 120. lþ. 105.4 fundur 73. mál: #A mannanöfn# (heildarlög) frv. 45/1996, HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur

[16:03]

Hjálmar Jónsson (andsvar):

Herra forseti. Um leið og ég þakka ágæta ræðu bendi ég á að varðandi endanlega úrskurði mannanafnanefndar var það töluvert rætt bæði í allshn. og í nefndinni sem samdi frv. að ef tekið yrði annað úrskurðarstig þá yrði það mjög hliðstætt og tilnefndir menn yrðu væntanlega úr sömu röðum og nú er gert. En ég bendi á að það er hægt að áfrýja til dómstóla. Dómstólaleiðin er alltaf opin.

Dagsektarákvæðum hefur ekki verið almennt beitt. Það er sem betur fer hægt að beita öðrum aðferðum að fá börnum nafn ef það trassast hjá forráðamönnum. Ég veit ekki til að þess að dagsektarákvæðinu hafi nokkurn tímann verið beitt. Ég veit það þó ekki fyllilega. En það er þvingunarúrræði en ekki refsiákvæði. Þess vegna er allt annað um það að segja varðandi vísitölubindinguna.