Aðgerðir til að treysta byggð á Íslandi

Þriðjudaginn 12. mars 1996, kl. 17:58:09 (3848)

1996-03-12 17:58:09# 120. lþ. 105.11 fundur 270. mál: #A aðgerðir til að treysta byggð á Íslandi# þál., JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur

[17:58]

Jón Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég tek það fram í þessu sambandi vegna andsvars hv. 5. þm. Norðurl. e. að ég var ekkert að kvarta undan veðurfari á Íslandi en sagði að ég hefði heyrt kvartað undan veðurfari. Ég er ekkert hræddur um að deyja hér úr hita, ekki reyndar úr kulda heldur þó ég viti að menn hafa orðið úti. Hér erum við á hitaveitusvæði og erum þar víða hér á landi og þess vegna held ég að við þurfum ekki að óttast það og ættum að geta þreyð hér þorrann og góuna.

Ég tek fram að ég var ekki að boða brottför mína af landi brott vegna óhagstæðs veðurfars í Reykjavík þannig að þess vegna mun ég ekki fara. Þið verðið að umbera mig hér eitthvað lengur.