Aðgerðir til að treysta byggð á Íslandi

Þriðjudaginn 12. mars 1996, kl. 18:23:29 (3853)

1996-03-12 18:23:29# 120. lþ. 105.11 fundur 270. mál: #A aðgerðir til að treysta byggð á Íslandi# þál., JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur

[18:23]

Jón Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég hef kannski gert mistök í því að vera svona heldur nálægt nútímanum en hv. 4. þm. Vestf. er hugstætt að flokkurinn á 80 ára afmæli í dag og hverfur 60--80 ára aftur í tímann. Ég hef lesið þessa sögu og það er alveg rétt að áherslurnar á þeim tíma voru aðrar en í dag. Ég var að tala um þær áherslur sem við, núlifandi stjórnmálamenn, höfum lagt. En ég svara ekki fyrir þá sem voru í forsvari fyrir 70--80 árum. Það dettur mér ekki í hug.

Varðandi veiðileyfagjaldið vil ég segja það að hv. 4. þm. Vestf. getur gengið inn í hús án þess að hafa nokkur tæki í höndunum en til þess að veiða þarf hann að hafa skip.