Aðgerðir til að treysta byggð á Íslandi

Þriðjudaginn 12. mars 1996, kl. 19:03:12 (3869)

1996-03-12 19:03:12# 120. lþ. 105.11 fundur 270. mál: #A aðgerðir til að treysta byggð á Íslandi# þál., ÁMM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur

[19:03]

Árni M. Mathiesen (andsvar):

Herra forseti. Ég vona bara að hv. þm. Sighvatur Björgvinsson misskilji mig ekki. Ég var ekki að segja að það hefðu verið settar þúsund milljónir sterlingspunda í stáliðnaðinn eða kolaiðnaðinn í Suður-Wales. Það er auðvitað sá iðnaður sem hefur verið á undanhaldi þar. Ástæðan fyrir þessum styrkjum hefur verið sú að menn hafa verið að reyna að byggja eitthvað upp í staðinn og útvíkka möguleikana og auka fjölbreytnina nákvæmlega eins og hann var að lýsa.

Það er út af fyrir sig gott að menn geri það og það er hárrétt hjá honum að menn eiga ekki alltaf að vera að reyna að finna upp hjólið. Nákvæmlega það sem ég er að segja er það að sú styrkja- og niðurgreiðslustefna sem beitt hefur verið hefur ekki gengið upp. Hann hefur gagnrýnt það. Ég hef tekið undir með honum en hann er samt sem áður að boða þessa styrkja- og niðurgreiðslustefnu í tillögu sinni.