Endurskoðun íþróttalaga

Miðvikudaginn 13. mars 1996, kl. 14:14:26 (3890)

1996-03-13 14:14:26# 120. lþ. 106.3 fundur 347. mál: #A endurskoðun íþróttalaga# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., Fyrirspyrjandi BH
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur

[14:14]

Fyrirspyrjandi (Bryndís Hlöðversdóttir):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. menntmrh. fyrir svörin og lýsi yfir ánægju minni með að það standi til á næstunni að leggja fram frv. til nýrra íþróttalaga. Ef ég skildi svar hæstv. ráðherra rétt þá byggir frv. að miklu leyti til á þeim drögum sem fyrir lágu hjá nefndinni 1993. Þær upplýsingar sem ég hef um það álit eru að þar er fjallað um markmið íþróttalaga, stjórn íþróttamála, samsetningu íþróttanefndar, skiptingu landsins í íþróttahéruð, afskipti íþróttanefndar af þeirri skiptingu o.s.frv. Felst í þessum drögum að frv. sem verið er að vinna með í ráðuneytinu stefnumótun af stjórnvalda hálfu um það hvort reynt verði að hafa áhrif á t.d. dreifingu fjármagns í íþróttahreyfingunni? Liggur fyrir áætlun um að breyta því fyrirkomulagi sem nú er, þ.e. að fjármagn er lagt í einn sjóð sem hreyfingin síðan skiptir og stjórnvöld hafa í raun og veru ekki skipt sér af?

[14:15]

Ég tel að þetta skipti verulegu máli ef stjórnvöld á annað borð vilja hafa áhrif á það starf sem fram fer í íþróttahreyfingunni án þess að þau kannski beinlínis ákveði þetta heldur að það sé reynt að hafa áhrif á það að einhverju leyti.

Ég vil líka taka undir það með hæstv. menntmrh. að rannsóknin á gildi íþrótta sem Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála varpaði ljósi á það að mikilvægi íþróttastarfs í landinu m.a. með tilliti til sjálfsmyndar ungmenna og unglinga og í raun og veru allra, gagnast ekki síst sem liður í forvörnum gegn fíkniefnum. Þess vegna getur maður enn og aftur séð mikilvægi þess að þessi mál séu í föstum skorðum af stjórnvalda hálfu. En ég vildi gjarnan spyrja hæstv. ráðherra að því hvort þarna liggi fyrir einhver endurskoðun á stýringu þess fjármagns sem veitt er til íþróttahreyfingarinnar.