Mannanöfn

Fimmtudaginn 14. mars 1996, kl. 14:07:43 (3965)

1996-03-14 14:07:43# 120. lþ. 108.1 fundur 73. mál: #A mannanöfn# (heildarlög) frv. 45/1996, ÁE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur

[14:07]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Ég vil í tilefni orða hæstv. dómsmrh. þakka fyrir þá yfirlýsingu sem hann gaf á hinu háa Alþingi. Ýmsir hv. þingmenn, þar á meðal ég, hafa áhyggjur af þeirri millinafnaleið sem er farin í frv. þótt markmið frv. í þessu efni séu skýr. Þess vegna tel ég yfirlýsingu ráðherra mjög mikilvæga um að fylgst verði sérstaklega með þróun þessara mála og Alþingi gefin sérstök skýrsla um þetta efni þannig að hægt sé að grípa inn í ef stefnir í ranga átt. Þessari yfirlýsingu ber að fagna hér úr ræðustól.