Gatnagerðargjald

Fimmtudaginn 14. mars 1996, kl. 14:27:45 (3966)

1996-03-14 14:27:45# 120. lþ. 108.2 fundur 106. mál: #A gatnagerðargjald# (heildarlög) frv. 17/1996, KHG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur

[14:27]

Kristinn H. Gunnarsson:

Virðulegi forseti. Í 3. gr. er veitt heimild til að innheimta gatnagerðargjald og ákvarða gjaldstofn fyrir það gjald. Eðli gjalds er að það á að mæta tilteknum, afmörkuðum kostnaði. Í þessari grein er gjaldið hins vegar ákvarðað án tillits til kostnaðarins og afmarkast einvörðungu af mati á íbúðarhúsnæði sem er í engu samhengi við kostnaðinn. Ég tel að það gjald sem Alþingi veitir framkvæmdarvaldi heimild til að innheimta eigi að vera afmarkað við þann kostnað sem gjaldinu er ætlað að mæta og þar sem þetta skilyrði er ekki uppfyllt í þessari grein frv. mun ég sitja hjá.