Réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla

Fimmtudaginn 14. mars 1996, kl. 15:40:17 (3978)

1996-03-14 15:40:17# 120. lþ. 108.8 fundur 323. mál: #A réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla# frv. 72/1996, KÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur

[15:40]

Kristín Ástgeirsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Eins og ég vitnaði til áðan sé ég ekki að það sé neitt sem mælir á móti því að fólk stofni einkaskóla. En það hljóta að vera takmörk fyrir því hvað hægt er að reka marga grunnskóla í einu sveitarfélagi og auðvitað hlýtur að verða að viðhafa skynsemi í þeim rekstri eins og annars staðar. Auðvitað var það ótti margra í litlu sveitarfélögunum úti á landi að þeir myndu einmitt missa sinn skóla við þessa breytingu.

Menn eiga að skoða ýmsa kosti sem uppi eru, en ég vil skjóta því að svona undir lokið að hv. þm. að hann hefur gengið í smiðju til Ruth Richardson frá Nýja-Sjálandi sem er einn af boðberum Nýja-Sjálands-hugmyndafræðinnar eins og ég kalla hana. Hún heldur því einmitt fram að það eigi að færa kennsluna og skólana til foreldranna.