Skaðabótalög

Mánudaginn 18. mars 1996, kl. 16:34:00 (4003)

1996-03-18 16:34:00# 120. lþ. 109.8 fundur 399. mál: #A skaðabótalög# (margföldunarstuðull o.fl.) frv. 42/1996, JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur

[16:34]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Þar sem hér eru komnar tvær brtt. og nokkrar athugasemdir við þetta mál má taka undir það að allshn. skoði það á milli umræðna. Allshn. hefur að vísu skoðað málið mjög ítarlega og það hefur verið unnið mjög mikið í því í hv. allshn. Ég vil þó undirstrika, virðulegi forseti, að þó málið fari til skoðunar í hv. allshn. vegna þeirra ábendinga sem hér hafa komið fram má ekkert koma í veg fyrir að það hljóti afgreiðslu á þessu þingi, svo mikilvægt er það. Það yrði þinginu til hreinnar skammar ef þetta frv. af einhverjum ástæðum þyrfti að sitja eftir og fengi ekki afgreiðslu þótt ég undirstriki að ég hefði viljað sjá það í heildstæðari löggjöf en hér er lagt til af allshn.