Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Þriðjudaginn 19. mars 1996, kl. 15:20:07 (4041)

1996-03-19 15:20:07# 120. lþ. 110.7 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 110. fundur

[15:20]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég vildi beina eftirfarandi spurningu til hv. þm. Ögmundar Jónassonar sem jafnframt er formaður BSRB og benda á það að 20% af vinnuafli þjóðarinnar eru opinberir starfsmenn. 80% eru þar af leiðandi ekki opinberir starfsmenn og öll laun opinberra starfsmanna eru greidd með sköttum og skattbyrðin er orðin mjög mikil. Ég ætla að spyrja hann að því hvernig hann líti á biðlaunarétt. Telur hann eðlilegt að fólk sé að taka við nýju starfi jafnvel með hærri launum hafandi biðlaunarétt? Hvers virði er þessi biðlaunaréttur í augum opinberra starfsmanna? Hann hlýtur að geta sagt það í prósentum af launum. Sömuleiðis er ein spurning í viðbót: Hvers virði er æviráðningin sem hlutfall af launum?