Embætti umboðsmanns jafnréttismála

Miðvikudaginn 20. mars 1996, kl. 13:50:59 (4100)

1996-03-20 13:50:59# 120. lþ. 111.3 fundur 279. mál: #A embætti umboðsmanns jafnréttismála# fsp. (til munnl.) frá félmrh., GGuðbj
[prenta uppsett í dálka] 111. fundur

[13:50]

Guðný Guðbjörnsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég fagna þessari fyrirspurn og þakka svör ráðherra. Ég vil taka undir þau orð sem hér hafa fallið um mikilvægi þess að setja á stofn embætti umboðsmanns jafnréttismála. Það þarf að styrkja framkvæmdahlið þessa málaflokks og ég er sannfærð um, miðað við það sem ég kynnti mér af störfum umboðsmanna á Norðurlöndum, að þetta er mjög mikilvægt embætti. Ég vil skora á hæstv. félmrh. og ráðherra jafnréttismála að íhuga þetta mál gaumgæfilega m.a. til að reyna að komast upp úr þeim hjólförum sem jafnréttismálin eru í hér á landi.