Umræður um frv. um stéttarfélög og vinnudeilur o.fl.

Fimmtudaginn 21. mars 1996, kl. 11:02:42 (4148)

1996-03-21 11:02:42# 120. lþ. 113.91 fundur 229#B umræður um frv. um stéttarfélög og vinnudeilur o.fl.# (aths. um störf þingsins), Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur

[11:02]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Forseta láðist áðan að svara beinni fyrirspurn frá hv. þm. Ágúst Einarssyni um ástæðu þess að frv. um viðskiptabanka hefði verið tekið út af dagskrá. Það var gert fyrr í vikunni að beiðni formanns efh.- og viðskn. Það kemur ekki á dagskrá nú frekar en önnur mál sem ætlunin var að ræða í dag og á morgun. Það að taka þetta mál, frv. um stéttarfélög og vinnudeilur, á dagskrá þýðir auðvitað að önnur mál komast ekki til umræðu eða afgreiðslu í þinginu fyrir þinghlé. Það er alveg ljóst og það er ástæðan.

Forseti óskar enn eftir samstarfi við hv. þingmenn um að umræða þessi geti hafist og lýsir sig reiðubúinn til þess að halda fund með formönnum þingflokka eftir nánara samkomulagi við þá.