Stéttarfélög og vinnudeilur

Fimmtudaginn 21. mars 1996, kl. 12:37:47 (4157)

1996-03-21 12:37:47# 120. lþ. 113.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur

[12:37]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Meginmarkmið þessa frv. er að bæta samskiptareglur á vinnumarkaði og það á ekki að koma neinum á óvart að frv. komi fram. Það var beinlínis ákvarðað í stjórnarsáttmála og ég tel að sú vinna sem unnin hefur verið í nefndinni um samskiptareglur á vinnumarkaði hafi nýst vel við samningu þessa frv. og það hefur verið reynt að taka tillit til þeirra sjónarmiða sem komið hafa fram frá báðum aðilum. (SJS: Að bæta samskiptin með illu sem sagt.)