Stéttarfélög og vinnudeilur

Fimmtudaginn 21. mars 1996, kl. 12:49:15 (4168)

1996-03-21 12:49:15# 120. lþ. 113.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, ÁE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur

[12:49]

Ágúst Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Sú hugmynd sem hér var borin fram af hv. þm. Jóhönnu Sigurðardóttur er vissulega eitt afbrigði af þjóðaratkvæðagreiðslu. Það sem hér er gerð tillaga um er að af því að málið er það mikilvægt og varðar tugþúsundir manna hér í landinu þá fái það eðlilega lýðræðislega meðferð ekki hvað síst með tilliti til þess hvernig málið er komið fram hér á Alþingi. Ég tel athugandi að menn velti þessu mjög vel fyrir sér, hæstv. félmrh., að finna þessari málsmeðferð lýðræðislegra ferli heldur en hér hefur komið fram í upphafi þessarar umræðu og hvernig málið hefur borið fram á Alþingi. Það er nauðsynlegt að fundinn sé annar farvegur fyrir þetta mál en sá sem ríkisstjórnin hefur sett það í. Þá gæti þessi hugmynd að mínu mati vel komið til greina.