Stéttarfélög og vinnudeilur

Fimmtudaginn 21. mars 1996, kl. 18:13:28 (4183)

1996-03-21 18:13:28# 120. lþ. 113.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur

[18:13]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Það er gott að heyra að það ríkir lýðræði hjá sjómannastéttinni. Þá ættu þessi lög nánast ekkert að snerta hana. Það sem gæti hugsanlega snert sjómenn og þeirra viðsemjendur er einmitt hin hliðin, þ.e. lýðræði hjá atvinnurekendum, því að þeir þurfa núna að samþykkja verkbann og annað því um líkt. Þetta er náttúrlega orðið gagnkvæmt.