Stéttarfélög og vinnudeilur

Fimmtudaginn 21. mars 1996, kl. 18:16:21 (4185)

1996-03-21 18:16:21# 120. lþ. 113.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur

[18:16]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Össur Skarphéðinsson talar um neyðarúrræði og talar um sjómannasamningana og þeir bíða auðvitað svo og svo lengi. Er ekki einmitt tekið á því í þessu frv. með því að gera skal áætlun um hvernig samningaferlið eigi að vera? Þá verður ekki um það að ræða að menn séu í fjölda ára með lausa samninga. Ég minni hv. þm. á að flokkur hans eða a.m.k. hluti af honum, Vilmundur Gylfason og fleiri, stóðu einmitt að svipuðum áætlunum fyrir löngu um að koma meira lýðræði í verkalýðshreyfinguna.