Stéttarfélög og vinnudeilur

Fimmtudaginn 21. mars 1996, kl. 19:48:10 (4193)

1996-03-21 19:48:10# 120. lþ. 113.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur

[19:48]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Ég skil stundum ekki hvað gengur að þessum hv. ágæta þingmanni, Árna M. Mathiesen. Það er eins og hann skilji ekki þó maður tyggi aftur og aftur ofan í hann hlutina. Ég reyndi í eins ítarlegu máli og ég gat að greina frá afstöðu minni til einstakra þátta frv. Ég held að enginn þeirra sem tóku þátt í umræðunni af stjórnarandstöðunni og stjórnarliðunum í dag hafi greint jafnítarlega frá afstöðu til einstakra mikilvægra þátta.

Ég sagði líka að þetta frv. væri keyrt fram með ofbeldi og Alþfl. tekur ekki þátt í ofbeldisgerningi. Þess vegna tekur Alþfl. ekki þátt í því að gera þetta að lögum.