Stéttarfélög og vinnudeilur

Föstudaginn 22. mars 1996, kl. 17:22:47 (4414)

1996-03-22 17:22:47# 120. lþ. 114.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, SJS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur

[17:22]

Steingrímur J. Sigfússon (andsvar):

Herra forseti. Til þess að jafnvægiskenning hæstv. forsrh. um að frv. væri jafnvont fyrir báða aðila gengi upp, þá ætti auðvitað að vera hér á pöllunum Þórarinn Viðar arfavitlaus við þrítugasta mann, en ég sé hann hvergi. Ég held að mönnunin lýsi því nefnilega ágætlega hvernig menn meta frv. úti í þjóðfélaginu.

Hæstv. forsrh. misskilur málið algerlega. Krafan er ekki um það að Alþýðusamband Íslands eða verkalýðshreyfingin fái að senda inn umsögn um þingmálið. Það hefur engum dottið það í hug að þeir fengju það ekki, að það væri búið að svipta þá málfrelsi. Krafan er um það að frumvörpin verði kölluð til baka. Ef það er ekki gert lítur verkalýðshreyfingin svo á að það sé búið að hafna samráði við hana. Spurningin er þess vegna þessi, hæstv. forsrh.: Ætlar ríkisstjórnin að kalla frumvörpin til baka og taka á nýjan leik upp stjórnmálasamand við verkalýðshreyfinguna eða ekki? Já eða nei. Það þýðir ekkert að vera að fara í kringum þetta eins og köttur í kringum skál með heitum graut. Já eða nei. Ætlar ríkisstjórnin að kalla frumvörpin til baka og taka upp stjórnmálasamband á nýjan leik við verkalýðshreyfinguna eða ekki?