Stéttarfélög og vinnudeilur

Föstudaginn 22. mars 1996, kl. 22:09:18 (4444)

1996-03-22 22:09:18# 120. lþ. 114.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur

[22:09]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Nú er ég ekki alveg viss á þessu með vinnustaðarfélögin en ég held að þótt félag sé stofnað á vinnustað öðlist það ekki sjálfkrafa réttarstöðu stéttarfélags. Ég verð sjálfsagt leiðréttur ef þetta er misskilningur, en ég held að það sé þannig að þótt starfsfólk fyrirtækis stofnaði sitt eigið félag, öðlast það ekki sjálfkrafa rétt stéttarfélags.

Varðandi alþjóðasamningana, er ég ekki búinn að brjóta neitt því að frv. er ekki orðið að lögum. Þetta eru bara hugleiðingar á blaði eins og stendur og umræðugrundvöllur. En þegar málið er orðið að lögum og farið að starfa eftir því, þá kynni það að vera brot.