Stéttarfélög og vinnudeilur

Föstudaginn 22. mars 1996, kl. 22:40:04 (4454)

1996-03-22 22:40:04# 120. lþ. 114.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur

[22:40]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég get ekki með nokkru móti séð að yfirlýsingar Vinnuveitendasambandsins um að nauðsynlegt sé að hafa hreinar og skýrar reglur séu nokkur vísbending um það að menn séu óheiðarlegir í samstarfi sínu við vinnumarkaðinn, síður en svo. Það er bara verið að undirstrika að það er mjög nauðsynlegt bæði fyrir innlenda svo og erlenda fjárfesta að við lifum í því umhverfi þar sem hlutirnir liggja klárir fyrir hvernig hafa skuli. Ekkert í þessu bendir til annars. Og það er engin ástæða til þess að tortryggja aðila vinnumarkaðarins.

Ég minnist þess, herra forseti, að þegar ég lét af herþjónustu fyrir vini mína og félaga í Vinnuveitendasambandinu hélt ég ræðu og brýndi fyrir þeim að ég teldi það liggja alveg fyrir og við mættum treysta því alltaf að viðsemjendur okkar, þ.e. fólkið sem vinnur hjá atvinnurekendum, væru þeir sem skyldi treysta því að hverjum ætti að treysta ef ekki fólkinu sem vinnur hjá þeim?