Stéttarfélög og vinnudeilur

Föstudaginn 22. mars 1996, kl. 23:32:50 (4463)

1996-03-22 23:32:50# 120. lþ. 114.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, TIO (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur

[23:32]

Tómas Ingi Olrich (andsvar):

Virðulegi forseti. Það hefur verið sagt í þessari umræðu að frv. að tarna hafi náð því að sameina vinstri menn, félagshyggjumenn. Ég hygg hins vegar að efni þessa frv., tilurð þess og aðdragandi sé með þeim hætti að þótt alþýðuflokksmenn kjósi nú að sigla upp að Alþb. í þessu máli, líði þeim misjafnlega vel. Sú tilvitnun sem ég kom með áðan í ummæli Össurar Skarphéðinssonar staðfesti þær tilfinningar sem hrærast með alþýðuflokksmönnum.