Rannsókn kjörbréfs

Miðvikudaginn 10. apríl 1996, kl. 13:42:11 (4489)

1996-04-10 13:42:11# 120. lþ. 115.2 fundur 56#B rannsókn kjörbréfs#, SP
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur

[13:42]

Form. kjörbréfanefndar (Sólveig Pétursdóttir):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur fjallað um kjörbréf 3. varaþingmanns Alþb. í Suðurl., Ingibjargar Sigmundsdóttur garðyrkjubónda, sem landskjörstjórn gaf út í dag, 10. apríl 1996. 1. varaþingmaður Alþb. í Suðurl., Ragnar Óskarsson kennari og 2. varaþingmaður, Guðmundur Lárusson bóndi, geta ekki tekið sæti á Alþingi að þessu sinni. Nefndin hefur kynnt sér kjörbréfið og ekki fundið neitt athugavert og leggur því til að það verði samþykkt.