Fjarskipti

Miðvikudaginn 10. apríl 1996, kl. 14:48:10 (4503)

1996-04-10 14:48:10# 120. lþ. 115.3 fundur 408. mál: #A fjarskipti# (meðferð einkaréttar ríkisins) frv. 99/1996, samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur

[14:48]

Samgönguráðherra (Halldór Blöndal) (andsvar):

Herra forseti. Ég átta mig satt að segja ekki á því hvað þessi spurningaþula á að þýða. Auðvitað hlýtur hv. þm. að vita það jafnvel og ég að Alþingi ákveður með lögum að tryggja starfsmönnum Póst- og símamálastofnunar skilgreindan rétt í Pósti og síma hf., sem verður í eigu ríkissjóðs, þá hlýtur að verða að standa við það og þá er ekki hægt að breyta því með samþykkt á aðalfundi Pósts og síma hf. eða á stjórnarfundi hjá Pósti og síma hf. Auðvitað hljóta lögin að standa og þau ákvæði sem felast í þeim og eigandinn er ríkið sem verður að standa við þau.