Reynslusveitarfélög

Miðvikudaginn 10. apríl 1996, kl. 18:26:21 (4521)

1996-04-10 18:26:21# 120. lþ. 115.6 fundur 390. mál: #A reynslusveitarfélög# (félagslegar íbúðir, atvinnuleysistryggingar) frv. 78/1996, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur

[18:26]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég kann kannski ekki að skýra þetta nægilega ítarlega, enda hef ég ekki samningana í höndunum. Sveitarfélagið sem slíkt greiðir fyrir því að íbúar í tekjulægri hópum eða tekjulágir íbúar komist í húsnæði. Það ábyrgist hluta af kaupverðinu en sleppur aftur á móti við þá kvöð sem sveitarfélagið ber núna að hafa kaupskyldu. Nú getur sá sem er í félagslega kerfinu skilað sinni íbúð og sveitarfélagið verður að leysa hana til sín. Ég held að þetta sé ekki óálitleg skipti fyrir sveitarfélagið.