Þjónustusamningar og hagræðing í ríkisrekstri

Fimmtudaginn 11. apríl 1996, kl. 15:42:10 (4563)

1996-04-11 15:42:10# 120. lþ. 116.6 fundur 423. mál: #A þjónustusamningar og hagræðing í ríkisrekstri# frv., ÁE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur

[15:42]

Ágúst Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Það hefur komið fram í máli hæstv. ráðherra að það eru ekki fyrirhugaðar neinar tilteknar stórar breytingar varðandi þennan þátt. Þess vegna held ég að það sé þeim mun meiri ástæða til að menn gaumgæfi frv. dálítið betur og veiti ekki jafnvíðtækar heimildir og hér er heldur fái málið vandaða skoðun í nefnd og í víðara samhengi og finni því þá betri lagaumgjörð sem ég held að þyrfti að vera um þetta nauðsynlega mál. Ég held að þarna séu menn að fikra sig inn á svið sem menn gætu sameiginlega hugsanlega náð árangri á. En það er að minnsta kosti ljóst að það er kannski ekki rétta aðferðin í þessu að lögbinda mjög víðtækar heimildir sem menn eru ekki alveg vissir um hvernig þeir ætli að nýta á næstunni. Því er betra að gefa þessu aðeins meira ráðrúm.