Þróunarsjóður sjávarútvegsins

Föstudaginn 12. apríl 1996, kl. 19:15:03 (4686)

1996-04-12 19:15:03# 120. lþ. 117.12 fundur 436. mál: #A Þróunarsjóður sjávarútvegsins# (úreldingarstyrkur til krókabáta) frv. 109/1996, 416. mál: #A stjórn fiskveiða# (heildarafli þorsks, úrelding nótaskipa o.fl.) frv., 469. mál: #A fullvinnsla botnfiskafla um borð í veiðiskipum# (nýting afla o.fl.) frv. 58/1996, EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur

[19:15]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég tók dæmin um ost og grjót sem hlut sem allir vissu að væru engin verðmæti og þess vegna væri honum hent. Það liggur fyrir eins og ég sagði áðan að auðvitað mun útgerð nýta sér allt sem hún fær úr hafinu ef hún hefur til þess möguleika. Verð á mjöli og lýsi er breytilegt fram og til baka. Það getur komið sá tími að það sé svo hátt verð á mjöli að það borgaði sig að hafa verksmiðjuna um borð. Þá munu menn líka setja verksmiðjuna um borð í þessi skip enda ekkert nýtt. Það var fyrst sett verksmiðja um borð í nýsköpunartogara 1950. Það var Gylfi BA sem kom þá með mjölverksmiðju. Því var hætt af því það borgaði sig ekki. Þess vegna erum við eindregnir á þeirri skoðun að það hljóti að vera og útgerðin sjálf sem dæmir um það hvort þetta er hagkvæmt eða ekki. Ekki stjórnvöld, ekki þeir sem setja lögin.