Þróunarsjóður sjávarútvegsins

Föstudaginn 12. apríl 1996, kl. 19:18:38 (4688)

1996-04-12 19:18:38# 120. lþ. 117.12 fundur 436. mál: #A Þróunarsjóður sjávarútvegsins# (úreldingarstyrkur til krókabáta) frv. 109/1996, 416. mál: #A stjórn fiskveiða# (heildarafli þorsks, úrelding nótaskipa o.fl.) frv., 469. mál: #A fullvinnsla botnfiskafla um borð í veiðiskipum# (nýting afla o.fl.) frv. 58/1996, EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur

[19:18]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ef það kemur í ljós að nefndin hefur ekki nægilega gætt að því hvort lífríki hafsins væri verndað með þessu, hvort verið væri gera eitthvað á hluta náttúrunnar, er sjálfsagt að benda hv. sjútvn. á það. Henni ber að fara í gegnum það. Það er enginn vandi og það er eðlilegt að það komi þá ef eitthvað vantaði upp á það að þeirra sjónarmiða, sem kunna að vera til staðar, hafi verið leitað þá er hægt að gera það í meðförum þingsins. Það er eðlilegt að þingið geri það. Ég ítreka það að við töldum okkur hafa um það vitnisburð allra að það væri engin vitneskja um að það mundi valda mengun það sem væri hent frá skipum. Sé það rangt hjá okkur þá kemur bara annað í ljós og þá skulum við skoða málið upp á nýtt því að þá eru náttúrlega þau rök sem ég færði fram áðan ekki gild en meðan þau koma ekki fram og á meðan ég veit engan halda því fram og enginn hefur bent á það að svo sé þá held ég mig fyrri röksemdarfærslu. Auðvitað verð ég að beygja mig fyrir því ef við höfum fengið rangar upplýsingar en þá verða þær að koma í ljós.

Herra forseti. Ég lít þannig á að þegar við erum að láta í hafið krossfisk frekar en einhvern annan fisk þá sé það ekki spurning um siðferði. Við erum að reyna að veiða til þess að hafa því tekjur, ekki til annars og ef við höfum engar tekjur af því þá hendum við því. Það er hin eðlilega, mannlega hegðun.