Þróunarsjóður sjávarútvegsins

Föstudaginn 12. apríl 1996, kl. 19:36:18 (4697)

1996-04-12 19:36:18# 120. lþ. 117.12 fundur 436. mál: #A Þróunarsjóður sjávarútvegsins# (úreldingarstyrkur til krókabáta) frv. 109/1996, 416. mál: #A stjórn fiskveiða# (heildarafli þorsks, úrelding nótaskipa o.fl.) frv., 469. mál: #A fullvinnsla botnfiskafla um borð í veiðiskipum# (nýting afla o.fl.) frv. 58/1996, ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur

[19:36]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Það er alveg greinilegt að sá sem endanlega er lentur í mjölkvörninni er ekki hinn dauði vestfirski þorskur heldur er það hv. þm. Einar Oddur Kristjánsson. Ég hef aldrei fyrr lent í því að hlusta á eldheita ræðu hjá manni sem segir: Ég er á móti sóuninni og þess vegna legg ég til meiri sóun. Ég viðurkenni það, forseti, (EOK: Minni.) að ég er bara þingmaður með slaka meðalgreind og ég játa mig sigraðan.