Fæðingarorlof

Mánudaginn 15. apríl 1996, kl. 15:10:32 (4701)

1996-04-15 15:10:32# 120. lþ. 118.2 fundur 241#B fæðingarorlof# (óundirbúin fsp.), heilbrrh.
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur

[15:10]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Það er rétt sem kom fram hjá hv. fyrirspyrjanda að það er verið að endurskoða löggjöfina um fæðingarorlof, en nefndin hefur ekki skilað áliti og mun ekki gera á næstu vikum. Það er mikil vinna enn þá óunnin þannig að það er of fljótt að svara þeim fyrirspurnum sem hér eru lagðar fram. Ég vil samt geta þess sérstaklega að í frv. er gert ráð fyrir því að feður fái orlof sem ekki er í dag og það er líka talað um að lengja fæðingarorlofið og þá í þá átt að mæður taki frí allt að einum mánuði fyrir fæðingu. Þetta eru grundvallaratriði í þeim breytingum sem verið er að vinna að.