Tekjuskattur og eignarskattur

Þriðjudaginn 16. apríl 1996, kl. 16:33:32 (4798)

1996-04-16 16:33:32# 120. lþ. 119.3 fundur 421. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (fjármagnstekjur) frv. 97/1996, 422. mál: #A staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur# frv. 94/1996, KÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 119. fundur

[16:33]

Kristín Ástgeirsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég get ekki annað en verið ósammála þessari túlkun og þetta hefur náttúrlega verið töluvert til umræðu. Það segir í bókuninni í lokin, með leyfi forseta, ,,þar með að styðja breytingartillögur ...`` Það sem mér finnst vera mergurinn málsins er að menn ræddu í nefndinni ýmsar leiðir og fóru í gegnum þær leiðir sem komu til greina, þar með talda þá leið sem formenn þriggja stjórnmálaflokka leggja til í frv. sínu. Ég get ekki litið svo á að þar sé um brtt. að ræða vegna þess að það er allt önnur leið. Það er allt önnur aðferð til nálgunar málsins. Ef við hefðum gefið okkur betri tíma á sínum tíma til að skoða niðurstöður nefndarinnar hefði verið miklu hreinlega að mínum dómi að kljúfa nefndina og lýsa því yfir að þessi leið sem verið er að leggja til væri ekki ásættanleg. En niðurstaðan varð þessi. Hér er talað hvað eftir annað um nefndina, nefndin telur, nefndin er sammála um og menn segja í bókun að þeir telji það ásættanlegt. Þess vegna finnst það ekki góð vinnubrögð að leggja svo til að farin sé allt önnur leið.