Tekjuskattur og eignarskattur

Þriðjudaginn 16. apríl 1996, kl. 16:35:13 (4799)

1996-04-16 16:35:13# 120. lþ. 119.3 fundur 421. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (fjármagnstekjur) frv. 97/1996, 422. mál: #A staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur# frv. 94/1996, SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 119. fundur

[16:35]

Svavar Gestsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er ekki mál hv. 14. þm. Reykv. að túlka mál fyrir hönd þingflokks Alþb. og óháðra. Ég var að því. Ég túlka málin nákvæmlega eins og ég gerði hér áðan að menn hefðu í góðri trú staðið að bókun af þessu tagi og þar með opnað málið í heild. Ég tel að það sé orðhengilsháttur af hálfu fjmrh. að líta þannig á að með bókuninni hafi menn lokað öðrum pólitískum leiðum. Ég vil ekki sitja undir því á meðan ég er formaður þingflokks míns að vera brugðið um óheilindi af því tagi sem komu m.a. fram í máli hans. Ég segi það líka að ég tel að sú túlkun á málinu sem kom fram hjá hv. 12. þm. Reykn., Kristínu Halldórsdóttur, fyrr í dag hafi verið 100% rétt. Ég er sammála henni en ósammála flokkssystur hennar.