Tekjuskattur og eignarskattur

Þriðjudaginn 16. apríl 1996, kl. 16:36:20 (4800)

1996-04-16 16:36:20# 120. lþ. 119.3 fundur 421. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (fjármagnstekjur) frv. 97/1996, 422. mál: #A staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur# frv. 94/1996, KÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 119. fundur

[16:36]

Kristín Ástgeirsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Það sem fram kom fyrr í dag hjá hv. þm. Kristínu Halldórsdóttur var að fullyrðingar hæstv. fjmrh. varðandi það að öðrum leiðum hefði verið hafnað væri ekki rétt. Við kvennalistakonur höfum ekki hafnað öðrum leiðum og erum ekki einu sinni sannfærðar um að sú leið, sem hér er farin, sé betri en sú sem hv. formenn þingflokka leggja til. Hins vegar er mergurinn málsins sá að við, eins og fulltrúar annarra flokka, tókum þátt í starfi nefndar, nefndin komst að niðurstöðu, menn skrifa undir álit, gefa sér rétt sem eðlilegt er til að leggja fram brtt. og fylgja brtt. Ég lýsi þeirri skoðun minni að mér finnst ekki rétt eftir allt þetta nefndarstarf, eftir það að hafa komist að niðurstöðu að leggja þá til að farin sé önnur leið. Það finnst mér vera mergurinn málsins. (SvG: Þingmaðurinn hefur fengið útskýringar.) Já, ég hef heyrt útskýringarnar og ég er ekki sammála hv. þm.