Tekjuskattur og eignarskattur

Þriðjudaginn 16. apríl 1996, kl. 18:00:21 (4826)

1996-04-16 18:00:21# 120. lþ. 119.3 fundur 421. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (fjármagnstekjur) frv. 97/1996, 422. mál: #A staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur# frv. 94/1996, SighB (ber af sér sakir)
[prenta uppsett í dálka] 119. fundur

[18:00]

Sighvatur Björgvinsson:

Virðulegi forseti. Ég neita því alfarið að ég sé að bera hv. þm. Vilhjálm Egilsson einhverjum persónulegum sökum. Það hefur hins vegar alltaf verið siðvenja á Alþingi að formenn þeirra fagnefnda sem eiga að fjalla um mál, hverjir svo sem það hafa verið, hafa lagt sig fram um að vera viðstaddir umræðu um þá málaflokka sem undir þá heyra nema þeir hafi formleg fjarvistarleyfi.

Hvernig halda menn að umræða um fjárlög væri á Alþingi Íslendinga ef formaður fjárln. væri ekki viðstaddur umræðuna? Ég er ekki að veitast persónulega að hv. þm. Vilhjálmi Egilssyni, ég er að vekja athygli á því að hvað eftir annað hefur það gerst að sá þingmaður sem gegnir formennskustörfum í efh.- og viðskn. þingsins er fjarverandi þegar langar efnislegar umræður eiga sér stað um mál sem mikill ágreiningur er um og það gengur ekki.