Tekjuskattur og eignarskattur

Þriðjudaginn 16. apríl 1996, kl. 18:55:29 (4840)

1996-04-16 18:55:29# 120. lþ. 119.3 fundur 421. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (fjármagnstekjur) frv. 97/1996, 422. mál: #A staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur# frv. 94/1996, ÁE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 119. fundur

[18:55]

Ágúst Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Svör hv. þm. voru skýr. Hann er andvígur þessu máli eins og ég gat um, bæði formlega og efnislega. Hann svaraði bara fyrir sjálfan sig. Ég bað hann hins vegar að upplýsa um afstöðu annarra þingmanna. Hann sagði réttilega að hann gæti það ekki. Hann er ekki þingflokksformaður Sjálfstfl. Ég óska hins vegar eftir því að hæstv. fjmrh. geri betur grein fyrir þessum þætti sem ég spurði hv. þm. um. Hvað mikil alvara fylgir þessu máli af hálfu hv. þm. Sjálfstfl.? Og með tilliti til framhaldsvinnubragða, þá er eðlilegt --- þetta er andsvar þannig að hæstv. fjmrh. verður að koma upp við annað tækifæri, nema til að bera af sér sakir sem hann getur vafalaust gert. Það má eiginlega segja að það sé verið að bera á hann sakir. --- Ég veit vel að hv. þm. Árni M. Mathiesen fellst alveg á það að þetta eru alveg réttmætar spurningar sem ég er að bera fram. Ég vil gjarnan fá að vita af hvaða alvöru þessi umræða er haldin af hálfu ríkisstjórnarinnar.