Tekjuskattur og eignarskattur

Þriðjudaginn 16. apríl 1996, kl. 19:29:36 (4847)

1996-04-16 19:29:36# 120. lþ. 119.3 fundur 421. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (fjármagnstekjur) frv. 97/1996, 422. mál: #A staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur# frv. 94/1996, RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 119. fundur

[19:29]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þarf ekki að eiga nein frekari orðaskipti við hv. þm. Árna Mathiesen. Ég hlustaði mjög vel á ræðu hans og e.t.v. hefur hann ekki gert sér grein fyrir því hvernig orð hans virkuðu á okkur hin. Hann dró fram hvernig óréttlæti hefði einkennt skattlagningu alveg frá því að verðbólgan geisaði og lét þau orð falla að það væri nú kannski erfitt að finna réttlæti og þýddi ekkert að vera að vísa til þess. Það gaf mér tilefni til að punkta niður orð hans og nota þau í inngangi ræðu minnar. Þau orð skipta reyndar ekki svo miklu máli vegna þess að það er bjargföst afstaða mín að réttlæti skuli liggja að baki skattlagningu.