Tekjuskattur og eignarskattur

Þriðjudaginn 16. apríl 1996, kl. 19:31:37 (4849)

1996-04-16 19:31:37# 120. lþ. 119.3 fundur 421. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (fjármagnstekjur) frv. 97/1996, 422. mál: #A staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur# frv. 94/1996, RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 119. fundur

[19:31]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er alrangt hjá þingmanninum að það sem ég hafði að segja í ræðu minni skipti ekki máli. Fyrir mig skipti hvert einasta orð máli í afstöðu minni. Það sem ég sagði var að orð þingmannsins og afstaða hans og útskýringar á afstöðu hans til réttlætis í skattamálum skiptu mig ekki máli vegna þess að það er bjargföst afstaða mín að réttlæti eigi að liggja til grundvallar. Við skulum hafa þetta skýrt.